Þjónustukannanir til að mæla upplifun og væntingar viðskiptavina: Lykillinn að velgengni fyrirtækja

Ef þú vilt ekki gera viðskiptavini þína ánægða er samkeppnisaðili þinn örugglega tilbúinn til þess.
Kari Thor Runarsson
3 mín lestur

Samkeppnin er mikil á flestum mörkuðum, sérstaklega þegar fyrirtæki eru að keppa á fyrirtækjamarkaði og miklir peningar í húfi í verðmætum viðskiptasamböndum. Og þegar samkeppnin er mikil eru kröfurnar hærri því viðskiptavinir geta gert þá kröfu að þeim sé þjónað almennilega, ellegar fara þeir með viðskiptin eitthvað annað.

Þjónustukannanir, markaðskannanir og og aðrar kannanir sem mæla upplifun og ánægju viðskiptavina eru verkfæri sem geta hjálpað fyrirtækjum að ná varanlegu samkeppnisforskoti séu þær rétt framkvæmdar.

Af hverju að mæla upplifun og væntingar viðskiptavina?


Ánægðir viðskiptavinir eru lífæð fyrirtækisins. Þegar viðskiptavinir upplifa góða þjónustu og vörur, eru þeir líklegri til að vera tryggir og mæla með fyrirtækinu við aðra.

En hvernig getur fyrirtæki vitað hvað viðskiptavinir þeirra vilja og hvernig þeim líður með þjónustuna?

Svarið er einfalt: þú spyrð þá með því að framkvæma kannanir. Oft eru þetta kallaðar þjónustukannanir eða markaðskannanir.



Kostir þjónustukannana


1. Dýpri innsýn inn í væntingar viðskiptavina:

Með könnunum getur fyrirtækið safnað hnitmiðuðum upplýsingum um hvað viðskiptavinirnir vænta.

Þetta gerir fyrirtækinu kleift að stilla þjónustu sína og vörur þannig að þær uppfylli þessar væntingar.

Þá er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga að á fyrirtækjamarkaði geta þarfir og væntingar einstakra notenda innan sama fyrirtækis verið mismunandi og því þarf að nota könnun sem getur tekið á þessum ólíku þörfum.


2. Viðvörunarkerfi ef eitthvað bjátar á:

Þjónustukannanir geta veitt fyrirtækjum innsýn inn í neikvæða upplifun sem geta leitt til mögulegs vandamáls ef ekkert er aðhafst.

Með því að mæla upplifun viðskiptavina jafnt og þétt yfir árið - í staðinn fyrir einu sinni á ári - er hægt að greina óánægju viðskiptavina strax og þá er er hægt að grípa til aðgerða áður en vandamálin verða of stór.

Vandamál sem eru látin afskiptalaus munu að lokum leiða til þess að viðskiptavinurinn leitar til annars þjónustuaðila sem verður mjög feginn að taka við viðskiptunum af þér.


3. Bætt viðskiptatengsl:

Viðskiptavinir kunna að meta að fyrirtækið sýni áhuga á þeirra skoðunum og upplifun. Þetta styrkir sambandið milli fyrirtækisins og viðskiptavina þess.

En þar með er bara hálf sagan sögð, því þjónustuaðilinn verður líka að nýta þessar upplýsingar sem koma frá viðskiptavininum til að bæta upplifun viðskiptavinarins.

Hvernig Brilliant hjálpar fyrirtækjum auka ánægju viðskiptavina?


Brilliant býður sérhæfðar lausnir fyrir fyrirtækjamarkað (B2B - Business to Business)) sem hjálpa fyrirtækjum að mæla og bæta upplifun og ánægju viðskiptavina. Með nýstárlegri tækni og aðferðum safnar Brilliant fjölmörgum gögnum frá viðskiptavinum til að veita fyrirtækjum dýrmæta innsýn í hvað virkar og hvað þarf að bæta.

Sérstaða Brilliant er að þessar kannanir eru ekki gerðar einu sinni á ári eins og mörg fyrirtæki gera, heldur er könnunin gegnum gangandi yfir allt árið og sér kerfið um að senda út, mæla og greina svörin. Ef þarf gerir kerfið svo starfsmönnum þjónustuaðilans viðvart ef bregðast þarf við einhverri óánægju.

Upplifun viðskiptavina tekur mörgum breytingum yfir árið, og því er árleg könnun einungis að gefa smá innlit inn í upplifun og ánægju á einu stuttu tímabili á árinu. Margt getur svo gerst hinar 50 vikurnar þar sem viðskiptavinir er ekki að svara árlegri könnun.

Ekki bregðast við þegar það er orðið allt of seint!



Niðurstöður úr könnunum sem skila sér í bættri upplifun


Einn af lykilþáttum og einstökum kostum Brilliant  er að kerfið greinir og birtir sjálfkrafa aðgerðir sem þarf að fara út í til að snúa óánægðum viðskiptavin fyrir í tryggan.

Með því að vera Brilliant fyrirtæki ertu ekki einungis að fá innsýn í neikvæða upplifun viðskiptavina heldur einnig ráðleggingar og utanumhald um hvernig á að leysa stöðuna sem er komin upp.

Brilliant kerfið aðstoðar starfsmenn við að einbeitir sér að mikilvægustu viðskiptasamböndunum, sparar starfsfólki mikinn tíma og fyrirhöfn og gerir fyrirtækjum kleift að bregðast hratt og markvisst við.



Vilt þú verða Brilliant fyrirtæki?


Í heimi þar sem viðskiptavinir eiga yfirleitt valkosti á markaði, er það nauðsynlegt fyrir fyrirtæki að skilja og mæta væntingum og upplifun viðskiptavina sinna.

Með þjónustukönnun og greiningarkerfi Brilliant er hægt að vera með tugi eða hundruði viðskiptasambanda í sjálfvirkri vöktun.

Greining á upplifun og ánægju viðskiptavina tryggir þínu fyrirtæki betri árangri, byggir upp sterkara samband við viðskiptavini þína og tryggir langvarandi samkeppnisforskot.

Brilliant er íslenskt fyrirtæki og traustur samstarfsaðili sem hjálpar leiðandi fyrirtækjum að ná þessum markmiðum.

Notaðu Brilliant þjónustukönnun til að skilja viðskiptavinina þína betur og tryggja að þeir verði ánægðir og tryggir áður en þeir fælast til samkeppninnar.

Ánægja og góð upplifun viðskiptavina er lykillinn að velgengni í dag og til framtíðar.

---

Við hvetjum þig til að fá nánari upplýsingar um Brilliant og sjá hvernig við getum hjálpað þínu fyrirtæki að blómstra með því að mæla og bæta upplifun og ánægju viðskiptavina. Með því að smella hér getur þú fengið ókeypis 30 mín ráðgjöf um hvernig best er að mæla upplifun og væntingar viðskipavina á fyrirtækjasviði.

Ánægðir viðskiptavinir eru besta auglýsingin og öruggasta leiðin til langtímaárangurs.

Ertu með spurningu til Brilliant?

Okkur langar að heyra hvað þér finnst og hvernig þín upplifun er á Brilliant.
Hafa samband