Skilmálar

Síðast uppfært 1. desember 2024

Brilliant - Notendaskilmálar

Almennir skilmálar Cliezen ehf. kt 610521-1260 (hér eftir „Cliezen“, “Seljandi” eða “Brilliant”) sem á og rekur hugbúnaðinn Brilliant CX – Sjálfvirkar mælingar á upplifun og ánægju viðskiptavina.

Með notkun vefsvæðanna brilliant.is, cliezen.is og undirsíða þeirra undirgengst þú sem notandi þessar reglur og skilmála.

Cliezen ehf.
Skeifan 19
108 Reykjavík
VSK númer:
142540

Cliezen áskilur sér rétt til að breyta viðskiptaskilmálum þessum hvenær sem er.
Skilmálar þessir gilda frá og með 01.12.2024.

1. Samingur

1.     Samningur

1.1  Samningur telst vera komin á við undirritun beggja aðila á samning eða tilboð, við samþykkt á tilboði í tölvupósti, þegar viðskiptavinur samþykkir samning með rafrænum hætti eða þegar kaupandi skráir sig inn á vefsvæði seljanda í fyrsta sinn með Cliezen aðgangsupplýsingum sínum.

2. Þjónusta

2.1   Seljandi samþykkir að veita kaupenda aðgang að Brilliant hugbúnaðarlausninni sem er þróuð til að mæla upplifun og ánægju viðskiptavina.

2.2   Þjónustan felur í sér hugbúnað sem keyrir kerfi sem sendir út kannanir til viðskiptavina kaupanda, hugbúnaðartól til að vinna úr þeim gögnum, ásamt mælaborði þar sem hægt er að skoða niðurstöður mælinga og aðra endurgjöf frá viðskiptavinum.

2.3   Cliezen veitir kaupanda rétt til að nota hugbúnaðarþjónustuna svo lengi sem þjónustusamningur er í gildi. Verkkaupi skuldbindur sig til að veita ekki öðrum en starfsfólki sínu aðgang að þjónustunni.

2.4   Hafi seljandi rökstuddan grun um að notandi hafi brotið gegn skilmálum þessum áskilur seljandi sér rétt til þess að grípa til þeirra úrræða sem lög, reglur og skilmálar þessir heimila, þ.m.t loka fyrir aðgang tiltekins netfangs og eða notanda að vefsíðunni, án fyrirvara, tímabundið eða ótímabundið.

2.5   Aðgangur að svæðum á vefsvæði Brilliant sem vernduð eru með lykilorði er einungis heimill þeim sem fá úthlutað lykilorði til aðgangs að vefsíðunni, það sama á við um alla notkun aðgangsins. Aðgangur hvers og eins notanda er persónulegur og er notendum með öllu óheimilt að láta öðrum aðilum aðganginn í té eða veita öðrum nokkurs konar heimild til þess að hagnýta sér með hvers konar hætti aðgang þeirra að Brilliant og þau gögn og upplýsingar sem þar er að finna. Brjóti notendur gegn þessu banni mun Cliezen ehf. gera notanda viðvart og loka fyrir aðgang þeirra notenda, eftir atvikum að undangenginni áminningu, án þess að það hafi áhrif á greiðsluskyldu notanda fyrir aðgang sinn.

Kaupanda er heimilt að færa aðgangsleyfi á milli starfsmanna ef starfsmaður hættir eða er ekki lengur í hlutverki þar sem aðgangur er gagnlegur. Skal slík breyting á notenda vera skráð í kerfinu af kaupanda.

Notandi ber fulla ábyrgð á öllum þeim aðgerðum sem framkvæmdar eru með hans aðgangi hvort sem þær eru framkvæmdar af honum sjálfum eða öðrum og hvort sem það er með leyfi hans eða ekki.

Misnotkun á aðgangi eða lykilorði notanda er aldrei á ábyrgð seljanda og ber notanda að halda seljanda skaðlausu af hvers kyns misnotkun.

2.6   Cliezen skal tryggja að öryggi þeirra gagna sem meðhöndluð og hugbúnaðarins séu fullnægjandi frá tæknilegu sjónarhorni. Upplýsingar um þær ráðstafanir sem Cliezen hefur gert til að tryggja öryggi gagna er hægt að nálgast á slóðinni https://www.cliezen.com/privacy-policy.

2.7   Tæknileg aðstoð í gegnum tölvupóst er innifalin í þjónustunni. Aðstoð og úrlausn mála sem má rekja til tæknilegra vankanta af hálfu Cliezen er innifalin. Önnur tæknileg aðstoð eða fræðsla, t.d. í gegnum síma, fjarfundi eða fundi, er samkvæmt verðskrá Cliezen hverju sinni.

3. Áskriftartímabil

3.1  Áskriftartímabil hefst við undirritun þessa samnings og er ótímabundið. Áskrift endurnýjast sjálfkrafa í byrjun hvers mánaðar eftir upphaf samnings og mun kaupanda berast reikningur mánaðarlega á gildistíma.

3.2  Áskriftin er rukkuð fyrirfram fyrir hvern mánuð en aukakostnaður vegna umframnotkunar verður innheimtur með næsta reikningi eftir að notkun fer fram.

3.3  Hafi greiðsla ekki borist innan 10 daga frá eindaga, áskilur seljandi sér rétt til að stöðva þjónustuna. Ef greiðsla berst ekki innan 30 daga, áskilur seljandi sér rétt til að rifta samningi.

4. Gjald fyrir þjónustu

4.1  Kaupandi skal greiða umsamið áskriftargjald á mánuði eða árlega eftir því hvort er um samið. Mánaðargjald er greitt í byrjun hvers mánaðar, árgjald er greitt á byrjun hvers samningstímabils. Innifalið er aðgangur fyrir umsamin fjölda innri notendur að kerfinu og umsaminn fjölda tengiliða hjá viðskiptavinum sem fá sendar kannanir. Bætir kaupandi við innri notendum eða eykur fjölda tengiliða umfram það sem er innifalið í samningi þessum þá mun seljandi rukka aukalega samkvæmt verðskrá fyrir umframnotkun.

4.2  Athugasemdir við reikninga skulu berast eigi síðar en 14 dögum eftir bókunardag að öðrum kosti telst reikningurinn samþykktur. Sé reikningur ekki greiddur á tilsettum tíma áskilur Cliezen ehf. sér rétt til að loka fyrir viðkomandi aðgang án fyrirvara.

5. Hugverkaréttindi

5.1  Öll réttindi, eignaréttur og ábyrgð á þjónustunni og síðari viðbætur eru í eigu seljanda.

5.2  Notendur öðlast ekki eignarrétt af nokkru tagi, beinan eða óbeinan, yfir því efni sem finna má á vefsvæði seljanda heldur er eingöngu um tímabundinn afnotarétt á viðkomandi efni að ræða. Umfang þessa afnotaréttar fer eftir skilmálum þessum.

5.3  Notendum er óheimilt að að breyta eða afbaka þær upplýsingar sem finna má á vefsíðunni og/eða að dreifa þeim í breyttri mynd.

5.4  Kaupanda er leyfilegt að gefa starfsfólki sínu aðgengi að hugbúnaðinum en ber fulla ábyrgð á notkun þeirra.

5.5  Kaupanda er ekki leyfilegt að gefa aðilum utan fyrirtækisins aðgang að hugbúnaðinum nema með leyfi frá Seljenda.

5.6  Samningur þessi breytir ekki höfundarrétti, afnotarétti eða eignarrétti sem aðilar höfðu áður en samningurinn var uppfylltur, eða hefur verið stofnað óháð honum.

5.7  Með fyrirvara um að notandi fylgi samningnum, veitir Cliezen notandanum takmarkað leyfi til að fá aðgang að og nota þjónustuna, eingöngu fyrir innri viðskiptarekstur. Kaupandi skal ekki, og skal sjá til að notandi skuli ekki, nema seljandi gefi út sérstaklegt skriflegt leyfi: (i) breyta, þýða, búa til eða reyna að búa til afleidd afrit af eða afrita þjónustuna og lausnirnar í heild eða að hluta; (ii) lesa, taka í sundur, eða draga út kóða þjónustunnar á annan hátt í frumkóðaform; (iii) dreifa, framselja, úthluta, deila, tímaskipta, selja, leigja, senda, veita tryggingarhlut í eða á annan hátt framselja þjónustuna eða rétt kaupanda til að nota þjónustuna.

5.8  Cliezen, eða leyfisveitendur þess þar sem það á við, er eigandi og heldur eignarhaldi á þjónustunni og öllum tengdum hugverkaréttindum í og að þjónustunni og hvers kyns annarri þjónustu sem veitt er samkvæmt þessum samningi, þar með talið hvers kyns hugverkaréttindum sem stafa af vinnslu gagna af Cliezen. Að undanskildu takmörkuðu leyfi/leyfum sem eru beinlínis veitt samkvæmt þessum samningi, felur ekkert í þessum samningi í sér framsal á eða leyfi til hvers kyns hugverkaréttinda frá Cliezen eða leyfisveitendum þess til þín.

5.9  Allt efni síðunnar, undirsíða og stjórnborð Cliezen.is og Brilliant.is, þar á meðal útlitshönnun (t.d. texti, grafík, myndir, vörumerki), ljósmyndir, hugbúnaður, breytt efni, tilkynningar, aðferðafræði rannsókna og annað efni er verndað af höfundarréttar- og vörumerkjalögum á Íslandi og annars staðar. Innihald Cliezen (þar með talið brilliant.is) er eign Cliezen eða notað með leyfi frá hugbúnaðar-, gagna- eða öðrum efnisveitum með Cliezen í viðskiptasambandi. Cliezen veitir notanda leyfi til að skoða og nota Cliezen samkvæmt skilmálum þessum.

6. Trúnaður

6.1  Seljandi mun meðhöndla gögn kaupanda í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

6.2  Gögnum verður ekki deilt með þriðja aðila nema að beiðni kaupenda.

6.3  Kaupandi getur sótt öll gögn sem tengjast honum á áskriftartímabili eða beðið um að þeim sé eytt í hugbúnaðinum eftir að áskrift lýkur. Tæknilegar skráningar sem halda utan um aðgerðir innan kerfisins eru undanskiln eyðingu.

7. Ábyrgð

7.1  Seljandi ber ábyrgð á að hugbúnaður og þjónusta sé í samræmi við gildandi lýsingu á þjónustu og veitt í samræmi við lýsingu að ofan. Ábyrgð er þó almennt háð því að notkun sé í samræmi við lýsingakröfur seljanda.

7.2  Seljandi ber ekki ábyrgð á tjóni sem stafar af tæknilegum villum, óviðeigandi notkun hugbúnaðar, eða ytri þáttum sem eru utan áhrifa seljanda.

7.3  Seljandi ber ekki ábyrgð á villum í texta eða öðrum upplýsingum sem tengjast kaupanda, sem kaupandi hefur ekki yfirfarið áður en hann er birtur.

8. Takmarkanir á ábyrgð

8.1  Seljandi ábyrgist ekki tiltekinn árangur af notkun vöru eða þjónustu. Kaupandi á engar kröfur á hendur seljanda vegna eiginleika eða skorts á eiginleikum þjónustu, enda hafði kaupandi möguleika á að kynna sér þjónustuna fyrirfram.

8.2  Seljandi ber ekki ábyrgð á bilun í þjónustu sem stafar af netþjónustum, skemmdum á búnaði kaupanda, eða óviðráðanlegum aðstæðum (force majeure).”

9. Lok samnings

9.1  Þjónustusamningur gildir frá undirritunardegi og þar til annar hvor samningsaðila segir honum upp. Uppsögn skal miðast við lok almanaksmánaðar.

9.2  Fyrstu 30 dagana frá dagsetningu undirritunar er enginn uppsagnarfrestur. Eftir það er uppsagnarfrestur þrír mánuðir frá því að uppsögn tekur gildi.

9.3  Kaupandi getur nýtt sér þjónustuna þangað til uppsögn tekur gildi.

Heimilt er að segja upp þjónustusamningi þessum án uppsagnarfrests ef annar hvor aðili vanefnir sínar skuldbindingar verulega og hefur ekki lagfært þær vanefndir innan 30 daga frá skriflegri tilkynningu gagnaðila; eða fer í greiðslustöðvun eða gjaldþrot.

10. Breytingar á skilmálum

10.1 Seljandi áskilur sér rétt til að endurskoða og breyta skilmálum þessum hvenær sem er og án fyrirvara. Endurskoðaðir skilmálar munu birtast á vefsíðunni og ber notanda að kynna sér þá reglulega. Notkun vefsíðunnar jafngildir samþykki þeirra skilmála sem í gildi eru hverju sinni.

11. Lög og varnarþing

11.1    Verði ágreiningur milli samningsaðila, skal reyna að leysa hann í sátt með milligöngu áður en hann fer fyrir dómstóla. Ef eitthvert ákvæði samnings þessum verður dæmt ógilt, ólöglegt eða óhæft til fullnustu, dregur það ekki á neinn hátt úr gildi, lögmæti eða fullnustuhæfi annarra ákvæða skilmálanna.

11.2    Kaupandi samþykkir að jafnvel þó svo að Cliezen nýti sér ekki einhver þau réttindi sín sem hljótast af þessum skilmálum að þá skuli ekki túlka það sem afsal þess réttar.

11.3    Um viðskiptaskilmála þessa, samninga og tilboð gilda íslensk lög. Sérhver ágreiningur sem ekki verður leystur með samkomulagi á milli aðila skal rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Cliezen ehf.

Skeifan 19

Reykjavik IS105

Iceland

info@brilliant.is